Á morgun, laugardaginn 20 apríl, mun Íslandsmótið í fitness fara fram í Menningarhúsinu Hofi hér á Akureyri. Keppt verður í öllum helstu fitnessflokkum karla og kvenna. Módelfitness, fitness karla og kvenna, sportfitness og vaxtarrækt. Alls eru um 50 keppendur skráðir til keppni og hefst mótið klukkan 17:00.
Einar Guðmann, forsvarsmaður og yfirdómari IFBB, Alþjóðasambands líkamsræktarmanna hér á landi, segir í grein á fitness.is:
„Það er ánægjulegt að sjá þessa fjölgun í keppendafjölda miðað við síðustu mót. Þátttakan í módelfitness er svipuð og verið hefur á síðustu mótum. Fjölgunin er fyrst og fremst í fitnessflokki karla og sportfitness. Margir af bestu keppendum landsins munu stíga á svið í Menningarhúsinu Hofi og búast má við skemmtilegu móti.“
Frekari upplýsingar og miða á viðburðinn er hægt að finna á heimasíðu Menningarfélags Akureyrar eða með því að smella hér.
UMMÆLI