Nýr spilasalur og spilavöruverslun á Glerártorgi

Nýr spilasalur og spilavöruverslun á Glerártorgi

Goblin mun opna nýjan spilasal og spilavöruverslun á Glerártorgi næstkomandi fimmtudag. Goblin er fjölskyldurekið fyrirtæki, sem opnaði á Akureyri árið 2021 og hefur verið staðsett í miðbænum síðan.

Á Glerártorgi verður Goblin í um helmingi stærra húsnæði en í miðbænum og stefnt er að því að geta boðið viðskiptavinum upp á enn meira úrval af vörum, viðburðum og þjónustu.

Opnunartíminn verður áfram sá sami og vikulegir spilahittingar áfram á milli 18:00 – 22:00 öll virk kvöld. Eftir kl. 18:00 og lokun Glerártorgs, verður inngangur Goblin á norðurhlið hússins.

Goblin er fyrsta verslunin á sínu sviði á landsbyggðinni og leiðandi í námskeiðum og viðburðum tengdum safn- og borðspilum á Akureyri og nágrenni. Mikil áhersla er á persónulega þjónustu og notalega aðstöðu fyrir spilasamfélag landsbyggðarinnar. Við erum stolt af því að skapa uppbyggjandi og skemmtilegt umhverfi fyrir alla okkar viðskiptavini og notendur spilasalsins.

„Eins leitt og okkur þykir að kveðja fallega miðbæinn okkar, erum við afar spennt fyrir þessum flutningum og hlökkum til að bjóða viðskiptavini okkar velkomna á Glerártorgi. Þessi flutningur gefur okkur tækifæri til að vaxa og þróast áfram, bjóða upp á rýmra og notalegra spilasvæði og aukið úrval af vörum og þjónustu,“ segja Steini og Ásta Hrönn, eigendur Goblin, á vef Glerártorgs þar sem rætt er nánar við þau.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó