Ánægjulegar heimsóknir bæjarstjóra í leik- og grunnskóla

Ánægjulegar heimsóknir bæjarstjóra í leik- og grunnskóla

Síðustu vikurnar hefur Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri heimsótt alla leik- og grunnskóla sveitarfélagins til þess að spjalla við starfsfólk og nemendur og kynnast enn betur þeirri fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.

„Bæjarstjóri hefur í starfi sínu lagt áherslu á að heimsækja reglulega hinar ýmsu starfsstöðvar innan sveitarfélagsins, þar með talda leik- og grunnskóla, og segir hún að það skipti miklu máli að hitta starfsfólk og stjórnendur á þeirra heimavelli og eiga samtal um starfsemina, verkefnin sem starfsfólk leysir frá degi til dags og líðan þess,“ segir í tilkynningunni sem má lesa í heild á vef Akureyrarbæjar með því að smella hér.

Ásthildur var gestur hjá Hörpu Lind í þáttunum Stefnumót á KaffiðTV í síðustu viku þar sem hún sagði meðal annars að það skemmtilegasta sem hún gerir í sínu starfi er að heimsækja skóla og spjalla við starfsfólk og nemendur.

„Mér finnst alveg rosalega gaman að fara að heimsækja skóla og leikskóla, hitta starfsfólkið og spjalla við krakkana, mér finnst það geggjað. Mér finnst líka ofsalega skemmtilegt að heimsækja stofnanir bæjarins og heyra í fólkinu, hvað það er að hugsa og velta fyrir sér,“ sagði Ásthildur í þættinum sem má horfa á hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó