Ástihildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir í Facebook-færslu að það þurfi að fara að huga alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og á fleiri stöðum á landinu. Ásthildur skrifaði um lokun Öxnadalsheiði og nauðsyn jarðganga af því tilefni á Facebook í gær.
Ófært hefur verið vegna veðurs víða um land yfir páskahelgina og Öxnadalsheiðin var lokuð tvo daga í röð.
„Þjóðvegur eitt lokaður annan daginn í röð um Öxnadalsheiði. Held að það liggi í augum uppi að það þarf að huga alvarlega að jarðgöngum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og fleiri stöðum á landinu ef ég mætti ráða,“ skrifar Ásthildur á Facebook.
Sjá einnig: „Akureyringar myndu aldrei segja að ég væri Akureyringur“
UMMÆLI