Það verða ekki byggð jarðgöng til Hríseyjar á næstunni eins og greint var frá hér á Kaffið.is í gær. Um var að ræða svokallað aprílgabb en í gær var 1. apríl haldinn hátíðlegur af lygurum um allan heim.
Sjá einnig: Jarðgöng til Hríseyjar væntanleg
Fjölmiðlar, fyrirtæki og einstaklingar á Íslandi reyna þá að gabba fólk til þess að hlaupa apríl, Kaffið.is hefur tekið þátt í þessari hefði síðan árið 2017 þegar greint var frá því að Survivor kynnirinn geðugi Jeff Probst væri staddur á Akureyri, milljónir Akureyringa urðu fyrir vonbrigðum þegar þau áttuðu sig á því að Jeff Probst var hvergi nálægt Akureyri og að engin plön væru um að taka upp þáttaröð í Eyjafirði.
Sjá einnig: Survivor kynnirinn Jeff Probst staddur á Akureyri – Næsta sería í Eyjafirði?
Við tókum saman brot af því besta frá Akureyri og nágrenni á 1. apríl 2024 hér að neðan:
Billy Joel á Græna Hattinum
Á vef Vikublaðsins birtist frétt um sögulega tónleika á Græna Hattinum. Rokkstjarnan Billy Joel var á leiðinni á besta tónleikastað landsins að halda óvænta tónleika. Of gott til að vera satt? Auðvitað. 1. apríl!
„Það eru svo sannarlega óvænt tíðindi sem berast frá Hauki Tryggva staðarhaldara á Græna í tilkynningu sem hann sendi út til fjölmiðla rétt í þessu.Í þessari tilkynningu segir.: ,,Eftir magnaða páskadagskra er ekki dónalegt að geta tilkynnt um einn stærsta ef ekki stærsta viðburð í sögu Græna en í kvöld kl 21 mun enginn annar en Billy Joel koma fram á tónleikum á Græna hattinum hvorki meira né minna. Aðgangseyrir er enginn en fyrstir koma fyrstir fá!“ segir á vef Vikublaðsins en hér má lesa greinina í heild.
Karl og Kamilla í Kjarnaskógi!
Skógræktarfélag Eyfirðinga bauð fólki í ketilkaffi, lummur og spjall við enskts konungsfólk í Kjarnaskógi í gær.
„Rákumst á þessi tignu gesti núna seinnipartinn rétt sunnan við grillhúsið á Birkivelli. Aðstoðarmaður þeirra hafði samband, þau vilja gjarnan blanda geði við heimafólk og núna klukkan 5 ætlar stjórn Skógræktarfélagsins að galdra fram ketilkaffi og eldsteiktar lummur í grillhúsinu á Birkivelli, mætum sem flest,“ stóð í tilkynningu á Facebook síðu Skógræktarfélagsins. Því miður var 1. apríl.
Nýtt flugfélag Elko
Það voru ef til vill einhverjir Akureyringar sem vonuðust eftir því að Elko myndi bjóða lægri flugfjargjöld í gegnum nýja flugfélagið Elko Air. Þó hugmyndin sé góð þá var þetta allt saman lygi.
„ELKO Air er nýtt flugfélag sem ætlar að sameina þægindi og skemmtun í flugi sínu,“ sagði í tilkynningu Elko.
Náhvalir á Pollinum
Whale Wathing Akureyri greindu frá því að Náhvalir væru í fyrsta sinn sjáanlegir í Eyjafirði, á Pollinum við Akureyri.
„Gleðilegan 1. apríl! Eins mikið og við myndum vilja sjá Náhvali á Akureyri, reynslan sýnir að allt getur gerst í firðinum okkar, þá er það einfaldlega ekki mjög líklegt vegna tilvistar þessarar tegundar í kaldari heimskautasvæðum. Við fengum mikið af skilaboðum og erum ánægð að heyra að allir deila spennu okkar fyrir möguleikanum á að sjá Náhvali í firðinum.“
Eldri aprílgöbb:
Fjöldi fólks féll fyrir aprílgabbi Norður
Ekkert skipsflak á botni Oddeyraráls
Sænska Idol á Íslandi og Birkir verður kynnir samkvæmt tilkynningu TV4
UMMÆLI