Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur birt upplýsingar um veður og færð á Norðurlandi eystra í dag á Facebook síðu sinni sem má sjá hér að neðan. Stöðug uppfærsla er á vef Vegagerðarinnar.
Uppfært kl 12:07.
Ófært er á milli Hjalteyrar og Ólafsfjarðar vegna erfiðra akstursskilyrða og versnandi veðurs. Bifreiðar eru fastar í blindbyl á umræddum vegkafla. Fólk er beðið um að vera ekki á ferðinni þarna.
Vegurinn um Dalsmynni eru kominn á óvissustig vegna snjóflóðahættu og þar er þungfært.
Búið er að loka Öxnadalsheiði.
Þæfingur er á Tröllaskaga og slæmt skyggni sem og óvissustig vegna snjóflóða er þar í gildi.
Við minnum á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is en þar er stöðug uppfærsla.
UMMÆLI