88 einstaklingar hafa dvalið í Kvennaathvarfinu á Akureyri frá opnun þess fyrir fjórum árum, 46 konur og 42 börn. Þetta kemur fram í umfjöllun á vef RÚV þar sem kemur einnig fram að aðsóknin sé að aukast og til standi að auka þjónustu við fjölskyldur.
Kvennaathvarfið var opnað á Akureyri árið 2020 sem tilraunaverkefni. „Nú erum við með sambærilegri þjónustu við Reykjavík. Við viljum að konur hvaðan sem er af landinu geti fengið sömu þjónustu,“ segir Sandra Sylvía Valsdóttir, verkefnastjóri í Kvennaathvarfinu á Akureyri, í samtali við fréttastofu RÚV.
Ráðgjöfin er ókeypis eins og öll þjónusta athvarfanna og er alfarið á forsendum þess sem til þeirra leitar. Nánari umfjöllun má nálgast á vef RÚV.
UMMÆLI