NTC

Nýr samningur Freyvangsleikhússins og Eyjafjarðarsveitar

Nýr samningur Freyvangsleikhússins og Eyjafjarðarsveitar

Laugardagskvöldið 23.mars 2024 skrifaði Freyvangsleikhúsið undir rekstrarsamning við Eyjafjarðarsveit um afnot af húsinu Freyvangi.

„Það að hafa öruggt húsnæði er gríðarlega mikilvægt fyrir starfsemi áhugaleikfélags.Eins og nafn leikfélagsins gefur til kynna er Freyvangsleikhúsið samtvinnað húsinu Freyvangi í Eyjafjarðarsveit,“ segir í tilkynningu á vef Freyvangsleikhússins.

Haustið 2021 stóð til að Eyjafjarðarsveit myndi selja félagsheimilið Freyvang en rekstrarsamningur var svo gerður 1.maí 2022 milli leikfélagssins og Eyjarfjarðarsveitar, til tveggja ára, þess efnis að Freyvangsleikhúsið fengi afnot af húsinu Freyvangi gegn því að greiða af húsinu öll rekstrargjöld.

„Síðustu tvö ár hafa því verið með aðeins öðru sniði hjá leikfélaginu, þar sem leikfélagið þarf nú að passa að það sé til fjármagn til að reka húsið, án þess að það komi niður á áhuga leiklistarstarfinu. Hefur því leikfélagið verið með útleiguna á húsinu sem og hina ýmsu viðburði t.d. ball, bingó, bíósýningar, stuttverkaskemmtun og síðustu tvö ár aðventusýningar, sem og hafa hollvinir Freyvangsleikhússins staðið fyrir tónleikum fyrsta vetrardag. Þessir viðburðir hafa gert það að verkum að leikfélagið heldur fullum krafti og setur áfram upp stórar sýningar á hverjum vetri,“ skrifar Jóhanna S. Ingólfsdóttir formaður Freyvangsleikhússins.

Nýi samningurinn sem var gerður við Eyjafjarðarsveit er að mestu leyti endurnýjun á þeim sem var gerður fyrir tveim árum síðan, nema með þeirri uppfærslu að hann er ótímabundinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó