NTC

Starf leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar laust til umsóknar

Starf leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar laust til umsóknar

Menningarfélag Akureyrar hefur auglýst starf leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar laust til umsóknar. Leikfélag Akureyrar er leiklistarsvið Menningarfélags Akureyrar og eitt af þremur kjarnasviðum þess og vinnur leikhússtjóri náið með öðrum sviðsstjórum Menningarfélagsins og framkvæmdastjóra félagsins.

Leikhússtjóri ber listræna ábyrgð á starfsemi Leikfélags Akureyrar, á verkefnavali og framleiðslu, áætlanagerð og eftirliti verkefna leiklistarsviðs. Leikhússtjóri sér um mannaráðningar og samningagerð við launþega og verktaka vegna uppsetninga á leikverkefnum auk þess að hafa yfirumsjón með leiklistarskóla og samstarfsverkefnum sviðins.

Viðkomandi þarf að hafa háskólamenntun á sviði leiklistar, stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, hafa hæfileika til nýsköpunar og brennandi áhuga og reynslu af starfi leikhúsa.

Til að sækja um þarf að senda ítarlega ferilskrá og umsóknarbréf þar sem rakin er hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknarfrestur er til og með 21.04 2024. Umsóknir skulu sendar á netfangið umsoknir@mak.is.

Umsjón með ráðningunni hefur framkvæmdastjóri, Eva Hrund Einarsdóttir, ásamt stjórn Menningarfélagsins.

VG

UMMÆLI