NTC

Önnur Heimsókn í PBI

Önnur Heimsókn í PBI

Þáttur númer 4 af Í Vinnunni er ekki af verri endanum en Jói kíkir aftur í heimsókn til fólksins í Plastiðjunni Bjargi Iðjulundi og er þetta í rauninni framhaldsþáttur. Í síðasta þætti var fókusinn settur á kertagerðina en nú fær Jói að kynnast því hvernig Plastiðjan framleiðir rafmagnsdósir úr plasti og hvernig gamalt tau er endurnýtt í tuskur. Það er alltaf nóg að gera hjá þeim, eins og sést í þættinum, og því er þetta ekki það síðasta sem við munum sjá frá vinum okkar í PBI.

Þættirnir Í vinnunni eru framleiddir af Kaffið.is. Þú getur hjálpað til við að fjármagna starfsemi Kaffið.is með frjálsum framlögum á https://www.kaffid.is/styrkja/ eða með því að kaupa sérmerkta boli á verslun.kaffid.is. Fyrir upplýsingar um auglýsingar hafðu samband á kaffid@kaffid.is.

VG

UMMÆLI