Framsókn

ÚA var lengi með starfsemi í þekktum húsum í miðbæ Akureyrar

Saga Útgerðarfélags Akureyringa er athyglisverð fyrir margra hluta sakir og samofin atvinnulífi Akureyrar, enda félagið frá stofnun stór vinnuveitandi í bænum.

Gæfu og gang félagsins má því kannski bæði þakka afskiptum bæjaryfirvalda og afskiptaleysi eftir því sem við átti hverju sinni,“ segir Jón Hjaltason sagnfræðingur í formála bókarinnar „Steinn undir framtíðar höll,“ þar sem rakin er saga félagsins frá 1945 til 1995.

Höfuðstöðvar Útgerðarfélags Akureyringa hafa í áratugi verið við Fiskitanga á Oddeyri, eða frá 1963.

Fróðlegt er hins vegar að rifja hér upp að fyrstu árin var ÚA með skrifstofur og aðra starfsemi í miðbæ Akureyrar, húsum sem í dag teljast þekkt nokkuð ‏þekkt kennileiti.

Gránufélagsgata 4: ÚA keypti húsið árið 1951 en hafði ekki not fyrir allt húsið

Í upphafi í tveimur herbergjum í Túngötu, sem nú er Geislagata

Fyrsta skrifstofa ÚA var í Túngötu, sem nú heitir Geislagata. Í þessu húsið hafði ÚA til afnota tvö herbergi á jarðhæð og var gengið inn um dyrnar lengst til vinstri á meðfylgjandi mynd.

Í þessu húsi er nú rekin ísbúð á jarðhæð en á efri hæð og risi eru litlar íbúðir sem leigðar eru ferðafólki.

Gránufélagata 4 – Ekki not fyrir allt húsið –

ÚA stækkaði, sem kallaði eðlilega á stærra húsnæði en tvö herbergi við Túngötu. Árið 1951 keypti félagið því húsið við Gránufélagsgötu 4.

Félagið hafði hins vegar ekki not fyrir allt húsið, því var neðri jarðhæðin leigð út en félagið notaði sjálft efri hæðina og risið.

Skrifstofa ÚA var flutt niður á Oddeyri, Fiskitanga, árið 1963.

Á miðhæðinni, í endanum fjær, var netaverkstæði ÚA en skrifstofur félagsins í vestari helmingnum. Í risinu voru svo tvær íbúðir leigðar starfsmönnum.

Á neðstu hæðinni var ýmis starfsemi í gegnum árin, svo sem Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Bifreiðaeftirlit ríkisins og prentsmiðjan Valprent.

Í þessu húsi við Gránufélagsgötu var stjórnstöð fyrirtækisins allar götur þangað til það var selt Jóni M. Jónssyni síðari hluta árs 1962.

Húsið hefur síðan verið kennt við Jón M. Jónsson, sem „JMJ húsið.“

Frystihús ÚA við Fiskitanga á Oddeyri þótti glæsilegt er það var tekið í notkun. Harðbakur EA 3 við bryggju. / mynd Minjasafnið á Akureyri

Starfsemin flutt á Oddeyri

Skrifstofa ÚA var svo flutt niður á Oddeyri, Fiskitanga, árið 1963.

Að framansögðu er ljóst að Útgerðarfélag Akureyringa var með starfsemi í húsum sem í dag eru þekkt kennileiti.

Frétt og myndir: Samherji.is

VG

UMMÆLI