Niðurstöður efnagreiningar á eitri sem fannst í endurvinnslunni á Akureyri um miðjan febrúar liggja nú fyrir. Efnið reyndist vera skordýraeitur sem hefur verið bannað hér á landi síðan 2020. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Þar segir að lögreglan hafi tilkynnt niðurstöður greiningar til Umhverfisstofnunar og sóttvarnaryfirvalda en hyggst ekki aðhafast meira í málinu að svo stöddu. Engin grunur liggur á því hvaðan efnið hafi komið þegar það rataði í Endurvinnsluna eða í hvaða tilgangi það hafi verið notað.
15. febrúar síðastliðinn lak efnið niður á gólf í endurvinnslunni og tveir starfsmenn voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri í kjölfarið. Óskað var eftir því að að íbúar á Eyrinni, sunnan við Furuvelli, myndu halda sig innandyra og hafa glugga lokaða.
UMMÆLI