Tónskáldið Atli Örvarsson hefur verið tilnefndur til sjónvarpsverðlauna Bafta fyrir tónlist sína fyrir sjónvarpsþættina Silo sem sýndir eru á streymisveitu Apple. Tónlistin í þáttunum var tekin upp á Akureyri og í Bretlandi.
Atli segir í samtali fréttastofu við fréttastofu RÚV að hann hafi unnið að þessari tónlist í Lundúnum síðasta eina og hálfa árið. „Þannig að þetta er ánægjuleg uppskera.“
Þættirnir Silo eru byggðir á samnefndum vísindaskáldsöguþríleik bandaríska rithöfundarins Hugh Howey. Rebecca Ferguson og Tim Robbins eru á meðal þeirra sem fara með hlutverk í þáttunum.
UMMÆLI