Framsókn

Jónatan þjálfar KA/Þór á næsta tímabiliLjósmynd: Knattspyrnufélag Akureyrar

Jónatan þjálfar KA/Þór á næsta tímabili

Jónatan Magnússon skrifaði nýverið undir sem nýr þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í handbolta og tekur því við af Örnu Valgerði Erlingsdóttur að núverandi leiktíð liðinni. Samningurinn er til þriggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu KA.

Arna tók við liðinu síðasta haust en segir Stefán Guðnason, formaður kvennaráðs KA/Þórs, í samtali við heimasíðu KA að hún hafi ávallt ætlað sér að vera þar tímabundið, þar sem hún stefndi á frekara nám í þjálfarafræðum á þessu ári. Hann er þó afar þakklátur henni fyrir unnin störf: „Arna Erlingsdóttir bjargaði okkur algjörlega síðasta sumar þegar hún steig inn í mjög krefjandi aðstæður hjá okkur. Lykilmenn voru dottnir út eða farnir. Það þurfti mikið hugrekki hjá henni að taka við liðinu í því ástandi sem það var.

Stefán er hæstánægður með ráðningu Jónatans og sagði í samtali við heimasíðu KA: „Þetta eru frábærar fréttir. Jónatan er einn besti þjálfari landsins og það er mjög gott fyrir KA/Þór að fá slíkann þjálfara í brúnna. Nú hefst mikið uppbyggingarferli og gæti ég ekki hugsað mér betri mann í þetta verkefni en Jónatan“.

VG

UMMÆLI

Sambíó