Norðlendingar í meirihluta í þotum Easyjet

Norðlendingar í meirihluta í þotum Easyjet

Í vetur hefur breska flugfélagið Easyjet í fyrsta sinn flogið beint til Akureyrar frá London. Breskum hótelgestum fjölgar þó ekki hratt fyrir norðan. Þetta kemur fram á vef ff7.is.

Tölur um nýtingu á gistingu í janúar 2024 ná aðeins yfir heilsárshótel, en vitað er að Bretar hafa nýtt fjölbreytta möguleika í gistingu á Norðurlandi.

„Til að byrja með var mikill meirihluti í fluginu Norðlendingar en nú er hlutfallið að breytast og Bretum að fjölga, komið í um helming í vélunum og góður vöxtur í bókunum að utan sem auðvitað er ástæðan fyrir að búið er að taka ákvörðun um að halda fluginu áfram næsta vetur,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.

Nánar um málið ff7.is

VG

UMMÆLI

Sambíó