Akureyrarbær auglýsir lóð fyrir golfhótel við Jaðarsvöll

Akureyrarbær auglýsir lóð fyrir golfhótel við Jaðarsvöll

Akureyrarbær leitar eftir kauptilboði í byggingarrétt hótels á Jaðarsvelli á Akureyri og hefur auglýst nýja lóð fyrir allt að 150 herbergja hótel við golfvöllinn. 

„Lóðin er um 3.000 fm og er staðsetningin einstök við einn besta golfvöll landsins og útivistarsvæði bæjarins í Naustaborgum og Kjarnaskógi sem bjóða upp á spennandi möguleika árið um kring. Má segja að þetta hótel verði algjör hola í höggi,“ segir í tilkynningu Akureyrarbæjar.

Akureyrarbær og Golfklúbbur Akureyrar undirrituðu samning í september í fyrra um afmörkun lóðar fyrir hótelið á svæði suðaustan við núverandi klúbbhús. Þá var einnig undirritaður samningur milli Akureyrarbæjar og Golfklúbbs Akureyrar um uppbyggingu á inniaðstöðu fyrir Golfklúbb Akureyrar í nýju húsi vestan við núverandi klúbbhús á Jaðri.

Úthlutunar- og útboðsskilmála vegna lóðarinnar má nálgast HÉR.

Tilboðum í lóðina skal skila rafrænt í gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir kl. 12 miðvikudaginn 13. mars 2024 og verða tilboð opnuð í Ráðhúsinu kl. 14 sama dag í viðurvist þeirra umsækjenda sem þess óska. Hér má nálgast leiðbeiningar um hvernig skila megi inn rafrænu tilboði/umsókn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó