NTC

Brúin yfir allt. Kveðja, Krasstófer & Ormur

Brúin yfir allt. Kveðja, Krasstófer & Ormur

Klukkan var hálf fjögur, hafgolan var komin inn fjörðinn og því kólnað í veðri. Bæjarstjórnin ætlaði að halda upplýsingafund sem hún vildi að allir sem gætu, skyldu koma og hlýða á. Haft var samband við helstu fréttamiðla og sagt þeim að koma líka, því tilkynna átti stórfregnir sem snertu bæjarfélagið sjálft, en í raun allt Ísland.

Þau gengu bærfætt á viðarplönkum brúarinnar, tóku sér stöðu á henni miðri og biðu eftir að fréttamennirnir og aðrir bæjarbúar kæmu sér fyrir.
Biðin var ekki löng, enda allir á nálum yfir tilkynningunni.

„Dömur mínar og herrar, það veitir okkur mikla ánægju að kynna fyrir ykkur……brú tvö!“

Fréttamennirnir og áhorfendur voru agndofa og biðu eftir frekari upplýsingum.

„Brú tvö?“ Heyrðist hvíslað meðal mannfjöldans.

„Já þið heyrðuð rétt, fyrsta brúin hér við Drottningabraut sló heldur betur rækilega í gegn og því sjáum við ekkert í fyrirstöðu en það byggja brú tvö um tvö hundruð metrum frá þessari sem við stöndum á“

Það mátti heyra eitthvað léttara en saumnál detta í gólfið.

„…og ekki nóg með það, því við ætlum ekki að nema staðar við brú tvö. Heldur ætlum við að bæta við brú þrjú, fjögur og fimm!“

Hópurinn var byrjaður að ókyrrast mjög.

„Brýrnar verða byggðar með þrjú, fjögur og fimmhundrað metra millibili svo við verðum komin yfir fjörðinn við lok síðustu brúarinnar.
Þetta verkefni væri ekki hægt án ykkar, kæru bæjarbúar en við sjáum fram á að þetta muni skila sér í framtíðinni. Fólk mun koma allstaðar af til þess að bera augum brýrnar.“

Nú var fólkið við það að springa úr óþolinmæði, ræðunni hlaut að fara ljúka.

„Ég mun ekki hafa þetta mikið lengra, en það er ekki eftir neinu að bíða en að tilkynna nafnið á þessu þrekverki. Gjöriði svo vel, The Bridges of Akureyri County.“

Fagnaðarlætin brutust út, bæjarbúar föðmuðu hvern annann. Það var hlegið, sungið, dansað og grátið gleðitárum. Maður faðmaði konu sína og hvíslaði í eyra hennar.

„Ég elska þig Stína og ég elska börnin okkar, en fyrst og fremst elska ég Akureyri.“

VG

UMMÆLI

Sambíó