Eyjólfur Guðmundsson, fráfarandi rektor við Háskólann á Akureyri, íhugar framboð til embættis forseta Íslands. Þetta staðfestir hann í samtali við Morgunblaðið.
Á vef mbl.is segir að Eyjólfur sé einn þeirra sem hafa verið orðaðir við embættið og aðspurður kveðst hann hafa hugsað mikið um framboð, auk þess að velta fyrir sér hvað í því felst.
„Ég er einfaldlega að íhuga þetta á þessum tímapunkti,“ segir Eyjólfur í samtali við Morgunblaðið þar sem hann ítrekar þó að engar ákvarðanir hafi verið teknar.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.
UMMÆLI