Framsókn

Spennandi og fjölbreyttur febrúar hjá MAk

Spennandi og fjölbreyttur febrúar hjá MAk

Febrúar verður svo sannarlega spennandi og fjölbreyttur í Menningarhúsinu Hofi og Samkomuhúsinu á Akureyri.

Nú eru síðustu sýningarnar af barnaverkinu Litla skrímslið og stóra skrímslið framundan.

Myndlistarmaðurinn Stefán Boulter opnaði myndlistarsýningu sína Eilífð í Augnabliki í Hofi laugardaginn 3. febrúar. Verk Stefáns eru unnin með olíu á striga.

Viðburðurinn Þrek og Tár fer fram í Hofi 17. febrúar. Þar verða dægurperlum Hauks Morthens og Erlu Þorsteins gerð góð skil. Ferill Erlu og Hauks verður rifjaður upp með skemmtilegum hætti.

Sunnudaginn 18. febrúar er komið að fjölskyldu- og vísindatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands; Pláneturnar – Ævintýri sólkerfisins. Enginn annar en Stjörnu-Sævar leiðir tónlistagesti um leyndardóma himinhvolfisins á meðan sveitin flytur Pláneturnar eftir Gustav Holst og áhrifamiklu myndefni af sólkerfinu er varpað á tjald. Þetta verður ógleymanlegur viðburður!

Þann 23. febrúar er komið að stóru stundinni þegar verkið And Björk, of course verður frumsýnt í Samkomuhúsinu. Verkið er eftir Þorvald Þorsteinsson sem er líklega þekktari fyrir barnaverkið Skilaboðaskjóðan og bækurnar um Blíðfinn. Leikstjóri er Gréta Kristín Ómarsdóttir. Fjöldi allur af þekktum leikurum mynda leikhópinn og þeirra á meðal Jón Gnarr og Sveppi. Athugið að sýningin er ekki fyrir viðkvæma. Miðasala í fullum gangi á mak.is.

Þá er opið er fyrir umsóknir í Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna og unglinga. Öll börn í 5.-10. bekk á Norðurlandi eystra geta sent inn tónverk. Valin verk verða fullunnin með fagfólki í tónlist. Nánar á mak.is.

VG

UMMÆLI

Sambíó