Framsókn

Heimild til að innheimta bílastæðagjöld við Oddeyrartanga

Heimild til að innheimta bílastæðagjöld við Oddeyrartanga

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að veita Hafnasamlagi Norðurlands bs. (HN) heimild til að innheimta gjald á bifreiðastæði á lóð Hafnasamlags Norðurlands við Oddeyrartanga. Bæjarráð hefur óskað samþykkis lögreglustjóra fyrir notkun lóðarinnar sem stöðureits.

Hafnasamlag Norðurlands hefur útbúið bifreiðastæði á lóð sinni við Oddeyrartanga sem er fyrst og fremst ætlað hópferðarbifreiðum og bifreiðum sem þjónusta skemmtiferðaskip á Akureyri. Kostnaður HN við að útbúa bifreiðastæðið nam um 80 milljónum króna.

Í beiðni HN til Akureyrarbæjar segir að það sé ætlun HN að geta innheimt gjald af þeim sem leggja á svæðinu til að standa stram af stofnkostnaði og viðhaldi.

HN mun sjá um allt viðhald og rekstur á bifreiðastæðinu og notast verður við sjálfvirkar myndavélar sem lesa bílnúmer við komu og brottför. Því munu stöðuverðir Bifreiðasjóðs Akureyrarbæjar ekki þurfa að koma að eftirliti á þessu tiltekna svæið.

VG

UMMÆLI

Sambíó