Framsókn

Samningar um mönnun á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Samningar um mönnun á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur gengið frá samningi við Heilsuvernd um að annast afleysingu og mönnun eins læknis á bráðamóttöku SAk um helgar og á skilgreindum tíma eina til tvær helgar í mánuði. Samningurinn hefur nú þegar tekið gildi. Þetta kemur fram á vef SAk í dag.

„Stefnt er að föstum hópi reyndra lækna, sérfræðinga í heimilislækningum eða sérnámi til heimilislækninga sem koma reglubundið til afleysinga á SAk frá Heilsuvernd. Þá er gert ráð fyrir að efla enn frekar mönnun sérfræðilækna á bráðamóttöku á næstu misserum,“ segir í tilkynningu SAk.

Einnig hefur verið gengið frá samningi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um þjónustu sérfræðinga í geðlækningum 1-2 vikur í mánuði. Auk þess hefur sérfræðingur í geðlækningum verið ráðinn í hlutastarf og hefur hann nú þegar hafið störf.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó