NTC

Samningur um áframhaldandi stuðning við uppbyggingu millilandaflugs á landsbyggðinni

Samningur um áframhaldandi stuðning við uppbyggingu millilandaflugs á landsbyggðinni

Lilja Alfreðsdóttir, Menningar- og viðskiptaráðherra, var í morgun stödd á Akureyrarflugvelli þar sem að hún undirritaði samning um áframhaldandi stuðning við uppbyggingu millilandaflugs á landsbyggðinni.

Með samningum fá Isavia innanlandsflugvellir og Íslandsstofa það hlutverk að kynna flugvellina sem og Flugþróunarsjóð, en sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði.

Þá verður Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú veitt 20 m.kr framlag hvorri til þess að kynna áfangastaðina, innviði og þjónustu í boði, vöruframboð og undirbúa komu væntanlegra ferðamanna með beinu millilandaflugi til flugvallanna beggja.

„Eitt af forgangsmálum mínum sem ferðamálaráðherra er að stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna um landið utan háannatíðar. Það bætir rekstrarskilyrði í greininni með auknum fyrirsjáanleika og betri nýtingu innviða á ársgrundvelli. Beint flug EasyJet frá London til Akureyrar veitir okkur mikinn byr undir vængi á þessari vegferð. Þetta er hægt og við ætlum að tryggja þessa þróun í sessi,“ skrifar Lilja á Facebook.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó