Áramótaþáttur 2023

Áramótaþáttur 2023

Áramótaþáttur Sagnalistar með Adda & Binna er kominn í loftið. Framundan er hlaupár og Sagnalist er í áramótaskapi. Addi og Binni líta um öxl og horfa til framtíðar í þætti sem spannar tímabilið 1624-2024. Þeir félagar rýna í nokkra vel valda atburði frá þrettán hlaupárum undanfarnar fjórar aldir og ræða forspárgildi þeirra. Gefa þeir vísbendingar um hvað við eigum í vændum á komandi ári? Furðufréttir, ráðgátur, geirfuglar og galdrabrennur í sérstökum áramótaþætti af Sagnalist með Adda og Binna. Þátturinn er óður til Áramótaskaups Ríkisútvarpsins sem var stolið á því herrans ári 1985. 

VG

UMMÆLI