Alice Harpa Björgvinsdóttir ráðin í starf yfirsálfræðings HSN

Alice Harpa Björgvinsdóttir ráðin í starf yfirsálfræðings HSN

Gengið hefur verið frá ráðningu Alice Hörpu Björgvinsdóttur í starf yfirsálfræðings hjá HSN en Pétur Maack Þorsteinsson er að fara í leyfi vegna annarra verkefna.

Alice Harpa hefur yfirgripsmikla reynslu af starfi sem sálfræðingur og stjórnandi. Síðast starfaði Alice sem framkvæmdastjóri lyflækningasviðs á SAk samhliða því að reka og starfa á eigin stofu. Áður var hún yfirsálfræðingur á SAk.

Hjá sálfélagslegri þjónustu HSN starfa nú 15 starfsmenn auk þess sem gengið hefur verið frá ráðningu tveggja sálfræðinga sem hefja störf á nýju ári. Sálfræðingar HSN veita börnum og fullorðnum sálfræðimeðferð. Þjónusta er veitt bæði í stað- og fjarviðtölum, einstaklings- og hópmeðferðum.

Geðheilsuteymi HSN er skipað félagsráðgjöfum, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðingi og sálfræðingi og hefur nýverið fengið aðgang að geðlækni. Teymið er endurhæfingarteymi sem veitir þverfaglega þjónustu til fullorðinna sem hafa vanda sem er þyngri eða fjölbreyttari en svo að meðferð í fyrstu línu sé talin vænleg til árangurs.

Undanfarin misseri hefur mikil þróun átt sér stað í sálfélagslegri þjónustu HSN. Þar er helst að nefna vaxandi áherslu á fjarmeðferðir enda starfssvæði HSN landfræðilega stórt og frekari innleiðingu upplýsingatækni m.a. í gegnum Heilsuveru.

VG

UMMÆLI

Sambíó