Samningur sem hefur að markmiði að tryggja nauðsynlega mönnun sérhæfðs starfsfólks sjúkrahúsanna í heilbrigðisumdæmum Vestfjarða og Austurlands var undirritaður í heilbrigðisráðuneytinu fyrir helgi og staðfestur af heilbrigðisráðherra. Samningurinn er afrakstur af vinnu starfshóps sem ráðherra skipaði um öfluga sjúkrahúsþjónustu í dreifbýli. Samningsaðilar eru heilbrigðisstofnanirnar í þessum umdæmum, Sjúkrahúsið á Akureyri og Landspítali. Enn fremur voru undirritaðir samstarfssamningar milli heilbrigðisstofnananna tveggja og Landspítala um sérnám í læknisfræði.
UMMÆLI