Gögnum úr nýjum loftgæðamælum á Akureyri verður ekki miðlað til almennings eins og til stóð. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir mælana óáreiðanlega og villandi fyrir bæjarbúa. Þetta kemur fram á vef fréttastofu RÚV.
Akureyrarbær setti upp fimm nýja loftgæðamæla snemma á árinu en Umhverfisstofnun ætlar sér ekki að miðla gögnum úr mælunum til bæjarbúa þar sem þeir séu óáreiðanlegir og geti gefið villandi upplýsingar um loftmengun.
Fyrir átta mánuðum greindu ráðamenn á Akureyri frá því að brátt fengju bæjarbúar skýrari mynd af því hvenær loftgæði í bænum teldust mögulega heilsuspillandi. Það gerist þegar svifryksmengun fer yfir ákveðin mörk og ekki er mælt með að fólk reyni á sig utandyra eða ungbörn sofi úti í vögnum. Slíkir dagar eru hvergi algengari á landinu en á Akureyri samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar.
UMMÆLI