Gæludýr.is

Bæjarstjórinn sendir Grindvíkingum hlýjar kveðjur Akureyringa

Bæjarstjórinn sendir Grindvíkingum hlýjar kveðjur Akureyringa

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, hefur sent hlýjar kveðjur til Grindvíkinga fyrir hönd Akureyringa. Íbúar Grindavíkur hafa þurft að yfirgefa bæinn sinn í skugga mikilla jarðhræringa og yfirvofandi eldgoss. Íbúar Akureyrar senda Grindvíkingum hlýjar kveðjur og hluttekningu á þessum erfiðu tímum.

„Ég held að við getum öll sett okkur í spor fólksins í Grindavík sem að þurfti að yfirgefa heimili sín í flýti og óvissu og halda út í nóttina, vitandi ekki hvenær mögulegt verður að snúa til baka. Ég finn sárt til með vinum okkar í Grindavík en um leið dáist ég að yfirvegun þeirra og kjarki og hvernig vandlegur undirbúningur þeirra skilaði sér í fumleysi og öryggi þegar á reyndi. Ég veit að allt verður gert til að aðstoða Grindvíkinga við að takast á við þá erfiðu stöðu sem blasir við en vona jafnframt innilega að íbúar fái sem fyrst hversdagslífið til baka. Hugur okkar er hjá þeim,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, á vef bæjarins.

VG

UMMÆLI