Náttúrulögmálin á Norðurlandi 

Náttúrulögmálin á Norðurlandi 

Í tilefni útgáfu skáldsögunnar Náttúrulögmálin, sem kom út hjá Máli og menningu þann 19. október síðastliðinn, ætlar höfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl að heimsækja Norðurland næstu daga með skemmtidagskrá og skottið fullt af bókum. Á tæpum mánuði mun Eiríkur svo koma við á hátt á fjörutíu stöðum um land allt – knæpum, bókasöfnum, veitingastöðum, kaffihúsum, byggðasöfnum – og lesa upp úr Náttúrulögmálunum, segja frá sögusviðinu, hitta lesendur, sýna gamlar ljósmyndir, svara spurningum, strauja kort og árita bækur. Túrinn hefst 21. október og fyrstu vikuna sinnir Eiríkur sínum heimasveitum á Vestfjörðum áður en hann heldur réttsælis um landið.

Túrinn um norðurland:

Sauðárkrókur, Grána Bistro, 29. október kl. 12.00
Dalvík, Gísli, Eiríkur, Helgi, 29. október, kl. 15.30
Siglufjörður, Alþýðuhúsið, 29. október, kl. 20 (ásamt fleirum)
Akureyri, Bókasafn HA, 30. október, kl. 12
Akureyri, Amtsbókasafnið, 30. október, kl. 17
Húsavík, HÉRNA, 31. október, kl. 17

VG

UMMÆLI

Sambíó