Bretar reistu herspítala á Hrafnagili í Eyjafirði sumarið 1941 (81st General Hospital). Bandaríkjamenn tóku við rekstri spítalans haustið 1942 (49th Station Hospital). Ári síðar var skellt í lás á Hrafnagilsspítala. Til marks um mikil umsvif hersins á Hrafnagili má nefna að spítalinn gat, þegar mest lét, annast um 500 sjúklinga með hátt á fjórða hundrað manns við störf. Ýmsir áhugaverðir gripir úr fórum Breta og Bandaríkjamanna hafa litið dagsins ljós við rannsóknir á Hrafnagili í haust.
Við vitum ekki mikið um hjúkrunarkonurnar sem störfuðu við herspítalann á Hrafnagili á stríðsárunum. Við vitum þó að Nurse Helen starfaði við 49th Station Hospital á Hrafnagili í eitt ár. Meira um hana á eftir. Suma gripina, sem fundist hafa á svæðinu, er freistandi að tengja við bresku og bandarísku hjúkrunarkonurnar sem störfuðu á spítalanum. Nokkrir gripir eru þó líklegri en aðrir hvað það varðar. Hér skulu þrír nefndir til sögunnar. Til gamans skulum við leika okkur með hugmyndina að vinkona okkarHelenhafi átt og notað gripina og fargað þeim svo að loknu góðu dagsverki.
Í fyrsta lagi er það lítil glerflaska sem olli nokkrum heilabrotum á fundarstað. Síðar kom í ljós að um flösku undan rauðlitaðri naglabandaolíu var að ræða af gerðinni J. W. Marrow’s Trimal for Cuticle, framleiddri af Trimal Laboratories Inc. í Los Angeles. Olían sem flaskan hafði að geyma hefur líklegast mýkt naglabönd Helen og nært neglur hennar eftir erfiðan vinnudag á spítalanum. Frá framleiðanda kom flaskan í litlum pappakassa ásamt leiðbeiningum um notkun og pinna sem átti að vefja bómull utan um. Bómullarpinnann notaði Helen til að ýta naglaböndunum niður þegar þau voru orðin mjúk. Þá gat hún tekið til við að lakka á sér neglurnar án þess að naglaböndin þvældust fyrir.
Þá liggur beinast við að segja næst frá naglalakkaflöskunni hennar Helen sem fannst á Hrafnagili. Flaskan er með fallegu mynstri sem auðveldar greiningu á henni. Naglalakkið er amerískt, af gerðinni Dura-Gloss frá Lorr Laboratories í New Jersey. Kúlulaga tappi flöskunnar er ennþá skrúfaður á, rétt eins og þegar Helen fleygði flöskunni í ruslið. Niður undan tappanum er armur með litlum áföstum pensli sem eitt sinn gerði neglurnar hennar Helen rauðleitar og fínar. Hönnun tappans er skemmtileg en á honum má greina útskorna nögl. Lorr Laboratories fékk einkaleyfi fyrir tappanum haustið 1937 og flöskunni vorið 1938 og hóf í kjölfarið markaðssetningu á naglalakkinu þar sem siglt var undir seglum hagstæðra kaupa. Það sem vekur sérstaka athygli er rauðleitt naglalakkið sem ennþá er í flöskunni, 80 árum eftir að Helen handlék hana og gerði sig fína. Notendur naglalakks klára víst ekki alltaf úr naglalakkaflöskunum sem gæti skýrt hvers vegna flaskan hennar Helen er enn hálffull. Ekki er gott að segja hver liturinn nákvæmlega er því Dura-Gloss bauð upp á nokkur afbrigði – Red Wine, Pink Lady, Zombie og Gay Time svo dæmi séu nefnd.
Í þriðja lagi er það varaliturinn. Hann má muna fífil sinn fegurri. Þrátt fyrir að tímans tönn hafi herjað á þennan litla minjagrip í 80 ár, mátti enn sjá – þegar hann fannst – ákveðin karaktereinkenni á hólknum sem gáfu okkur von um að greina mætti hann nánar. Hólkurinn er rétt um 5 cm að lengd sem stemmir við lengd varalita á þessum árum. Botninn er ögn sverari með þremur „útskornum“ línum hringinn í kringum hólkinn. Rétt neðan við miðju glittir í það sem virðast vera einhvers konar samskeyti. Að ofanverðu, þar sem sjálfur liturinn hefur eitt sinn rúllast upp og niður, beygist hólkurinn örlítið inn á við. Allt eru þetta lýsingar sem eiga við hinar ýmsu tegundir varalita frá árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Kannski var varaliturinn hennar Helen appelsínugulur á litinn, frá Jean La Salle eða rauður að lit frá Coty. Mögulega kemur hann frá framleiðandanum Tangee í Illinois. Tangee var söluhæsti varaliturinn í Bandaríkjunum árið 1940. Þó appelsínugular varir hafi fallið í kramið á þessum árum, var rauði liturinn í sérflokki. Hann var tákn um ættjarðarást. Einhvers staðar segir að hann hafi ekki einungis látið konum líða sem þær væru kvenlegri heldur og hafi hann auðveldað þeim að lifa af þá róstusömu tíma sem heimsstyrjaldarárin vissulega voru. Á stríðsárunum var litið á varalit sem annað og meira en bara snyrtivöru. Hann var hluti af hernaðaráætlun, að halda móralnum góðum hjá bæði konum og körlum. Konur voru hvattar til að nota varalit svo hermennirnir yrðu glaðari og smella eins og einum góðum kossi á bréfin áður en þau voru send til þeirra á vígstöðvarnar. Kannski eru líkindin með varalit og skothylkjum engin tilviljun enda stundum talað um „lipstick bullet“ vegna lögunarinnar.
Helen J. Armstrong hóf störf hjá bandaríska hernum í Texas þann 3. febrúar árið 1941. Síðar kom hún til starfa á 49th Station Hospital á Hrafnagili. Þar var hún hluti af Army Nurse Corps og bar titilinn 1st. Lt. [First Lieutenant] Á Hrafnagili átti Helen eftir að starfa í eitt ár eða þar til hún slasaðist og þurfti að snúa aftur til Bandaríkjanna í aðgerðir og endurhæfingu. Slysið átti sér stað í mikilli hálku fyrir utan einn braggann á Hrafnagili þar sem hún rann til og féll harkalega á ísklump með þeim afleiðingum að hún skaddaðist á mænu. Helen þurfti í þrjár aðgerðir og í kjölfarið tók við margra mánaða endurhæfing á Brooke General Hospital í Houston í Texas. Lungann úr tímanum þar var hún rúmliggjandi og mátti sig hvergi hreyfa. Hún notaði tímann til að semja ljóð.
Þegar Helen komst loks á fætur ákvað hún að gefa ljóðin sín út á bók sem hún sjálf gekk frá á bókbandsstofu endurhæfingarstöðvarinnar á Brooke-spítala. Ljóðin fjalla um liðnar stundir í lífi höfundar, þ.á.m. eru nokkur ljóð þar sem Helen vísar í tíma sinn sem hjúkrunarkona á 49th Station Hospital á Hrafnagili. Memory Lane, ljóðabók Helen, kom út fyrir jólin 1945.
Iceland
Arctic land so bleak and barren,
How can thy beauties show?
Year around your face is hidden
’Neath a mantle of snow.
Barren mountains, reaching skyward
In a land of ice and fire;
Mighty glaciers and volcanos,
Geysers rumbling with desire.
Rising high above the ocean
Proud and lonely tho you stand,
Yet moonbeams and northern lights
Make yours an enchanted land.
Isolation may surround you,
Yet the mighty become meek…
Knowing beauty may be hidden
But they’ll find it, if they seek.
Helen J. Armstrong
Army Nurse
Soldier, sailor or marine;
No matter what race or creed
She stands ready at his side
To help, in his hour of need.
Dedicated to heal the sick
She has answered every call
Though weariness besets her,
With a smile she greets them all.
On land and sea and in the air
She is at the wounded side,
The memory of her courage
Long with them will abide.
They say “The wounded do not cry,”
Nor seldom do they curse,
But one and all breathe this prayer
“Thank God for the Army Nurse!!
Helen J. Armstrong
The Reserve nurse
When war-clouds darken the horizon
And soldiers writhe with pain,
The call goes out o’er all the land
For the Reserve Nurse to march again.
To the burning planes of Texas,
To Iceland’s frozen shores,
To Australia, Ireland, or Alaska,
Even to the Corregidors!
They answer the call of mercy,
And side by side they stand
To help their soldier brothers,
Protect and save our land.
They do not ask for glory.
They do not fear the foe,
But only ask to do their part
To rid the world of woe.
And when the wars are over,
And freedom rings once more,
They will join their loves ones
Upon our own home shore.
Helen J. Armstrong
Heimild: Grenndargralið
Myndir af Helen og snyrtivörunum sem fundust á Hrafnagili má nálgast með því að smella hér.
UMMÆLI