Vel heppnuð A! Gjörningahátíð 

Vel heppnuð A! Gjörningahátíð 

A! Gjörningahátíð var haldin á Akureyri í níunda skipti dagana 5.-8. október. 21 listafólk frá Grænlandi, Kanada, Brasilíu, Mexíkó og Íslandi tók þátt í hátíðinni. Gjörningarnir fóru fram í Listasafninu á Akureyri, Hofi, Mjólkurbúðinni, Deiglunni og utandyra í Listagilinu. 

Gjörningahátíðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, Vídeólistahátíðarinnar Heim, Einkasafnsins, Myndlistarfélagsins, Gilfélagsins, Listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistamiðstöðvarinnar, Háskólans á Akureyri, RIFF og NAPA.

Að þessu sinni voru þátttakendur: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Curver Thoroddsen, Dustin Harvey, Hans-Henrik Suersaq Poulsen, Yuliana Palacios, Harpa Arnardóttir, Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir, Kuluk Helms, Sigurður Guðmundsson, Tales Frey, Vídeólistahátíðin Heim og Anna Richardsdóttir.

Á næsta ári verður A! Gjörningahátíð haldin 10-12. október.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó