Föstudagskvöldið 6. október kl. 20-22 verður opnuð sýning brasilísku myndlistarmannanna Tales Frey og Hilda de Paulo, Leiðnivír. Sýningin er hluti af A! Gjörningahátíð sem stendur yfir dagana 5.-8. október.
Tales Frey og Hilda de Paulo hafa unnið saman í meira en fimmtán ár og má sjá úrval verka þeirra á sýningunni. Þau hafa komið víða við í margvíslegum listformum og eru verk þeirra því samtal á milli fjölmargra sviða, s.s. sjónlista, sviðslista og gjörningalistar. Þau skilgreina sig sem eftirtektarvert dæmi um verkefni á jaðrinum, þar sem kannaður er krafturinn í því sem er samhliða.
Með sýningunni hafa þau áhuga á að skilgreina báðar hliðar, finna snertifletina og samrunann; árangurinn af langri samvinnu og samlífi þessara tveggja listamanna. Hilda tekur virkan þátt í gjörningum Tales, sem á móti er viðriðinn mörg af verkum Hilda. Hvað yfirfærist frá einum til annars? Hvar liggja mörkin á milli lífsins og verkanna? Á hverju er sambandið byggt? Í þessari samvinnu eru verk listamannanna sett fram sem pólitík langana, með það að markmiði að skapa aðrar útgáfur af tilverunni.
Báðir listamenn hlutu menntun sína í háskólum í Portúgal, Hilda í listasögu og Tales í leikhúsfræðum. Sýningarstjóri er Pollyana Quintella.
UMMÆLI