Framsókn

Fnjóskadalsvegur eystri líklega lokaður fram að helgiAurskriðurnar féllu í gærmorgun og er vegurinn enn lokaður. Ljósmynd: Lögreglan á Norðurlandi Eystra

Fnjóskadalsvegur eystri líklega lokaður fram að helgi

Snemma í gærmorgun, þriðjudaginn 19. september, féllu tvær aurskriður á veginn um Dalsmynni, Fnjóskadalsveg eystri (835), og er hann lokaður frá gatnamótunum við Grenivíkurveg í norðri og við Þverá í suðri. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Lögreglan á Norðurlandi eystra setti inn á Facebook síðu sína á ellefta tímanum í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ekki búist við að hægt verði að opna veginn aftur fyrir umferð fyrr en á föstudag eða laugardag næstkomandi.

Veðrið lét þó einnig finna fyrir sér á fleiri stöðum, en Akureyri.net greindi frá því í gærkvöldi að vegurinn upp að nýjustu stíflunni í Glerá hafi einnig stórskemmst í aurskriðu: „Svæðið er mjög vinsælt meðal útivistarfólks, margir sem hjóla og hlaupa um svæðið. Rétt er að vara fólk við aðstæðum.“

Skriðan sem féll í glerárdal. Ljósmynd: Akureyri.net

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó