Ingibjörg Isaksen, fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis og formaður þingsflokks Framsóknar, telur að staldra þurfi við og breyta uppleggi vinnu við hugsanlega samvinnu eða sameiningu framhaldsskólanna tveggja á Akureyri, Menntaskólans og Verkmenntaskólans. Þetta kemur fram á vef Akureyri.net
Ingibjörg skorar á samflokksmann sinn, Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, að endurskoða vinnuna og markmiðin.
„Ég hef verið hörð á því frá upphafi að markmið með þeirri vinnu sem lagt var upp með yrði að vera til þess að efla nám og svæðið í heild,“ segir Ingibjörg í samtali við Akureyri.net þar sem finna má ítarlega umfjöllun um málið.
UMMÆLI