Framsókn

Regnbogatröppur á Akureyri spreyjaðar svartar

Regnbogatröppur á Akureyri spreyjaðar svartar

Skemmdarverk var unnið á regnbogatröppum fyrir neðan félagsheimilið Rósebnorg á Akureyri á aðfaranótt þriðjudags. Greint er frá á vef RÚV.

Linda Björk Pálsdóttir, forvarna- og félagsmálaráðgjafi hjá Akureyrarbæ, tók eftir skemmdarverkinu í hádeginu í gær en spreyjað hafði verið með svörtu veggjaspreyi yfir regnbogatröppurnar sem liggja upp að Rósenborg. Hinsegin félagsmiðstöð í bænum málaði tröppurnar með regnbogalitum á síðasta ári.

„Það er náttúrlega bara mjög sorglegt að fólk geti ekki leyft þessum regnbogalitum og fánum að vera í friði. Ég sé ekki hvernig það skaðar nokkurn einasta mann þó það séu regnbogalitir einhvers staðar,“ segir Linda í samtali við fréttastofu RÚV þar sem fjallað er nánar er um málið.

„Það væri náttúrulega frábært ef að sá eða þeir sem gera þetta, hafi samband við okkur. Þeim er velkomið að koma og hjálpa okkur að hreinsa til eftir sig og það verða engir eftirmálar af því. Við ræðum bara málið í góðu tómi og erum mjög spennt fyrir því að heyra hvað það er sem veldur, hvers vegna sér fólk sig knúið til að gera svona,“ segir Linda.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó