NTC

Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar styrkir KAON

Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar styrkir KAON

Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar afhenti Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (KAON) í gær eina milljón króna í styrk til þess að geta haldið áfram að bjóða upp á heilsueflingu sem félagið býður upp á fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein. Þetta kemur fram á vef Akureyri.net í dag.

Minningarsjóðurinn er stofnaður til minningar um Baldvin Rúnarsson sem lést eftir fimm ára baráttu við krabbamein í höfði, þann 31.maí 2019, aðeins 25 ára að aldri.

Tilgangur sjóðsins er að halda minningu um einstakan dreng á lofti með því styrkja einstaklinga, hópa eða félög á sviði íþrótta- og mannúðarmála.

Sjóðurinn hefur á síðastliðnum þremur árum styrkt fjölda mörg félög og verkefni,  þar má meðal annars nefna: Hetjurnar, félag langveikra barna á Norðurlandi, DM Félagið, Kraftur Stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendu, Heimahlynning Akureyri, Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis, Sjúkrahúsið á Akureyri, meðferðarstóll, Garðinn hans Gústa og Kvennaathvarfið Akureyri ásamt öðrum verkefnum.

Nánari umfjöllun má finna á Akureyri.net.

Sambíó

UMMÆLI