Framsókn

Spólað til baka í Sjallanum

Spólað til baka í Sjallanum

Næsta föstudag verður spólað til baka í Sjallanum þegar Dabbi Rún og Siggi Rún ásamt gestum, fanga stemninguna með því að taka fyrir tónlist og stemningu frá danshúsum Akureyrarsvæðisins í gegnum tíðina.

Þau sem vilja endurupplifa stemningu síðustu áratuga frá akureyskum skemmtistöðum, ættu því að skella sér á dansleik í Sjallanum föstudaginn 4.ágúst. 

Dabbi Rún og Siggi Rún eru tvíeiki sem hófu feril sinn fyrir löngu síðan sem plötusnúðar á félagsmiðstöðum bæjarins og þaðan lá leið þeirra um Dynheima,Sjallan,1929,Kaffi Akureyri og Pósthúsbarinn ásamt því að vera með einn vinsælasta útvarpsþátt sem sögur fara af á Frostrásinni. 

Gestir kvöldsins:

-Trausti Haraldsson

Var plötusnúður meðal annars í 1929 en var einnig í 90´s dansbandinu Fantasía. Síðustu ár hefur hann gert það gott sem lagahöfundur og samið nokkra smelli með og fyrir Pál Óskar.

-Kalli Örvars

Einn af betri sonum Akureyrar mun mæta á svæðið og taka slagara frá Stuðkompaníinu svo eitthvað sé nefnt. Einnig mun hann kynna fyrir Sjallagestum  Öskursöngsviðlögin. Ekki missa að því!

Þú bara getur ekki látið þig vanta í Sjallann á föstudaginn, þegar boðið verður upp á þessa veislu og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Húsið opnar klukkan 23:00

Miðasala er á tix.is 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó