Skemmtiferðaskip sem staðsett er í höfn Akureyrar hefur myndað reykmengun sem legið hefur yfir Eyjafirði í dag. Bæjarbúar segjast hafa fundið sterka mengunarlykt.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir ástandið „alls ekki nógu gott“ og að slíkur útblástur sé ekki í samræmi við stefnu bæjarins. í samtali við Vísi.is.
Fyrr í vikunni tóku bæjarbúar eftir bláum reyk sem barst úr öðru skemmtiferðaskipi. Í umfjöllun á vef Mbl segir Ásthildur að þetta málefni hafi ekki fengið þannig umræðu í bæjarkerfinu að hægt væri að segja að áhugaleysi ríkti um málið. Hún kveðst mjög ósátt við núverandi stöðu og að bærinn muni koma þeim athugasemdum sínum á framfæri við Hafnarsamlag Norðurlands, sem fer með málið.
UMMÆLI