Framsókn

Sumartónleikar Akureyrarkirkju hefjast 2. júlí

Sumartónleikar Akureyrarkirkju hefjast 2. júlí

Sumartónleikar Akureyrarkirkju hefjast um næstu helgi, sunnudaginn 2. júlí. Tónleikaröðin hefur verið haldin síðan árið 1987 og hefur því fest sig rækilega í sessi á Akureyri.

Viðburðir verða alla sunnudaga í júlí klukkan 17.00 og frítt er inn á tónleikana. Verkefnið Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hlaut styrk frá Menningarsjóði Akureyrar og er partur af Listasumri Akureyrarbæjar.

Fyrstu tónleikar sumarsins verða Sálar-Drottningar en það eru þær Jónína Björt, Guðrún Arngríms og Maja Eir sem munu flytja okkur tónlist sem Aretha Franklin, Nina Simone, Ella Fitzgerald og Etta James voru hvað frægastar fyrir. Helga Kvam spilar með þeim á píanóið. Kvenorka í fyrirrúmi.

Svo koma karlarnir sunnudaginn 9. júlí en það eru drengirnir í Olga Vocal Ensemble. Þeir eru að koma fram á Sumartónleikum Akureyrarkirkju í þriðja sinn og eru núna að halda upp á 10 ára starfsafmæli. Þeir munu flytja öll sín uppáhaldslög, klassík, jazz, popp.

16. júlí mætir barrokk bandið Brák og flytur tónleikana Fána, verk eftir Þuríði Jónsdóttur. Síðustu tónleikar í tónleikaröðinni bera heitið Hófaspil. Þá munu Ásta Soffía og Sigríður Íva flytja íslensk og norsk þjóðlög, 23. júlí.

VG

UMMÆLI