Síðustu vikur hafa þær Katla Eiríksdóttir frá Vistorku og Eyrún Gígja Káradóttir frá Orkusetri verið með fræðslu um umhverfismál á Sumarlestrarnámskeiði á Amtsbókasafninu.
„Það er búið að vera einstaklega gaman að ræða við þessa fróðleiksfúsu krakka sem eru með það algjörlega á hreinu að taka þarf til hendinni í þessum málaflokki,“ segja Katla og Eyrún í tilkynningu á samfélagsmiðlum Vistorku.
„Við töluðum m.a. um gróðurhúsaáhrif, fræddumst um kolefnishringrásina, orkusparnað og ferðavenjur. En mesta fjörið fólst í Flokkunarleiknum, en þá er hópnum skipt í lið og liðin keppast um að flokka sem best! Við skemmtum okkur konunglega og vonum að krakkarnir hafi gert það líka!“
Fyrir áhugasama má finna reglunar fyrir Flokkunarleikinn á vef Vistorku: https://www.vistorka.is/is/skolaverefni/flokkunarleikurinn
UMMÆLI