NTC

Póstkassi úr miðbænum fer á rúntinn á BíladögumSjá má greinilega hvar póstkassinn hékk, en myndin er tekin um klukkan 4 í dag. Ljósmynd: Rúnar Freyr Júlíusson

Póstkassi úr miðbænum fer á rúntinn á Bíladögum

Bæjarbúar á Akureyri sem gengið hafa niður í miðbæ í dag hafa hugsanlega orðið varir við að þar er einum færri póstkassi en áður hefur verið. Á aftari vegg Strandgötu 3, þar sem Sykurverk er til húsa, er nú auður veggur þar sem síðast í gær hékk póstkassi.

Fréttaritari Kaffisins hefur komist til botns í málinu. Svo virðist sem í látum næturinnar hafi hann verið rifinn niður, en gangandi vegfarandi fann hann liggjandi í runna um 2 leytið í nótt.

Dyraverðir í Sjallanum, þar sem ball var í gangi, urðu stuttu seinna varir við fjölda undrandi gesta fyrir utan staðinn sem höfðu póstkassann í fórum sínum, óvissir um hvaðan hann kom eða hvert hann ætti að fara. Þeir brugðu þá á það ráð að geyma póstkassann hjá sér fyrir utan staðinn þar til lögreglan rúntaði næst framhjá. Hóuðu þeir þá í lögregluna og skiluðu póstkassanum samviskusamlega til þeirra, en ætlast má til þess að Íslandspóstur fái innan skamms kassann aftur í sínar hendur og þau bréf sem í honum eru.

Sambíó

UMMÆLI