Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson nýr prestur í Eyjafjarðar- og ÞingeyjarprófastadæmiMynd og frétt frá kirkjan.is

Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson nýr prestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastadæmi

Sr. Aðalsteinn var eini umsækjandinn þegar umsóknarfrestur rann út þann 22. maí síðastliðinn og hefur hann nú verið ráðinn til starfa og ráðningin staðfest af Biskupi Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu Þjóðkirkjunnar.
„Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson er fæddur í Reykjavík þann 5. desember árið 1975. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1995. Embættispróf úr Guðfræðideild Háskóla Íslands tók hann árið 2001.“
„Sr. Aðalsteinn var skipaður sóknarprestur Setbergsprestakalli í Grundarfirði árið 2008 og hefur þjónað þar síðan.“
„Hann var félagsmálastjóri Bandalags Íslenskra skáta árin 2006 til 2008 og starfsmaður, leiðbeinandi og stjórnandi hjá Skátafélaginu Ægisbúum, Útilífsmiðsöð skáta og Skátasambandi Reykjavíkur árin 2002-2006. Sr. Aðalsteinn var sjálfboðaliði í Palestínu á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar á árinu 2001 frá mars til júlí. Á námsárum sínum í Háskólanum starfaði hann við kirkjuvörslu og barnastarf í Neskirkju og var æskulýðsleiðtogi í Seltjarnarneskirkju.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó