Dagskrá jaðartónlistarhátíðarinnar Mannfólkið breytist í slím 2023 hefur verið opinberuð. Mannfólkið breytist í slím hefur verið haldin árlega af listakollektívinu MBS síðan 2018. Sem fyrr er sérstök áhersla lögð á þá miklu grósku sem er að finna í jaðarsenunni norðan heiða með framúrskarandi gestum annarsstaðar að. Úr verður tveggja daga tónlistarhátíð sem á sér enga hliðstæðu á landsvísu. Verkefnið er með öllu óhagnaðardrifið en gestir ráða hvort þeir greiði aðgangseyri og er engum vísað frá vegna fjárskorts.
Í ár mun hátíðin fara fram að Óseyri 16 dagana 28. & 29. júlí og er fjölbreytni atriða líkt og fyrri ár aðalsmerki Mannfólkið breytist í slím. Að auki eru tveir þriðju atriða úr heimabyggð með framúrskarandi gestum annarsstaðar að. Hæst ber koma hljómsveitanna Kælan mikla, sem nýverið lauk tónleikaferðalagi um Evrópu og Bandaríkin með rokkgoðsögninni Villie Valo og endurkoma hinnar goðsagnakenndu sveitar Graveslime sem heldur fyrstu tónleika sína í 20 ár á Mannfólkið breytist í slím 2023.
Fram koma:
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir – verndari MBS 2023
Á geigsgötum
Critical
Devine Defilement
Dream The Name
Drinni & The Dangerous Thoughts
Graveslime
Hrotti
Hugarró
jadzia
Kælan mikla
Madonna + Child
Poets, Bullets, Society
Saint Pete
Sóðaskapur
The Validations
virgin orchestra
Nákvæm hátíðardagskrá með tímasetningum verður birt innan tíðar og upphitunartónleikar auglýstir þegar nær dregur.
Hlekkur á viðburð:
https://fb.me/e/2zZ8226bR
MBS á vef- og samfélagsmiðlum:
https://www.facebook.com/mbsskifur
UMMÆLI