Sunnudagurinn 4. Júní næstkomandi er frídagur sjómanna og er því nóg um að vera af hátíðhöldum víða um fjörðinn og nágrenni þessa helgina.
Dagskránna fyrir hátíðhöldin á Akureyri er að finna á visitakureyri.is en hún lítur svona út:
Akureyri: Föstudagur 2. Júní:
Iðnaðarsafnið
kl. 14.00 Opið hús og sjómannadagsþema:
Iðnaðarsafnið 25 ára
Líkan af Húna II afhjúpað
Veitingar í tilefni dagsins
Sýning á skipa- og bátamódelum ásamt ýmsum öðrum hlutum tengdum sjómennsku.
Akureyri: Laugardagur 3. Júní:
Sandgerðisbót „Hátíð hafsins“
kl. 10.00 – 13.00
Trillukarlar bjóða heim
Sjómenn heiðraðir
Grill fyrir gesti og gangandi og ljúfir sjómannatónar
Fiskihöfn austan við Hagkaup
kl. 14.00 – 16.00
Opið í Húna II í tilefni 60 ára afmælis bátsins
Léttar veitingar
Akureyri: Sunnudagur 4. Júní (Sjómannadagur):
kl. 08.00 Bæjarbúar draga fána að hún
11.00 Sjómannadagsmessa í Glerárkirkju. Blómsveigur lagður að minnismerki um drukknaða og horfna sjómenn
Súpa í safnaðarheimilinu í boði sjómanna eftir athöfn
kl. 11.00 – 14.00 Aðstaða Siglingaklúbbsins Nökkva við Höpfner opin til sýnis
kl. 13.15 Húni II siglir frá Fiskihöfn (austan við Hagkaup) í hópsiglingu smábáta, selgskúta og sjóbretta.
Allir bátaeigendur velkomnir að taka þátt í siglingunni.
kl. 14.30 Sigling með Húna II – í boði sjómannafélags Eyjafjarðar – Allir velkomnir
kl. 15.30 Sigling með Húna II – í boði sjómannafélags Eyjafjarðar – Allir velkomnir
(Aukasigling ef þarf)
Grenivík:
Á Grenivík verður boðið upp á sjómannadagsguðsþjónustu á bryggjunni klukkan 11 laugardaginn 3. júní. Sunnudaginn 4. júní, sjómannadaginn sjálfan, verður svo sjómannadags kaffihlaðborð kvenfélagsins frá 14:30 til 17:00 í Grænasal Grenivíkurskóla
Grímsey:
Í Grímsey verða hátíðarhöldin á Sjómannadaginn sjálfann með fjölskyldudagskrá við höfnina um morguninn og kaffisölu klukkan 14:00 í félagsheimilinu Múla.
Hrísey:
Nóg verður um að vera í Hrísey, en dagskráin byrjar með hinni sívinsælu hópsiglingu eyjaskeggja og endar með kynningarfundi um Þróunarfélag Hríseyjar. Dagskránna í heild sinni er að finna á hrisey.is. Svona lítur hún út:
Dalvík:
Á sjómannadaginn sjálfan verður vegleg dagskrá á Dalvík, en þar verður dorgveiðikeppni og hópsigling, auk sígildra sjómannadags leikja líkt og koddaslagur og reipitog. Dagskráin í heild sinni lítur svona út:
Fjallabyggð:
Mest er líklega um að vera á Ólafsfirði, þar sem hátíðarhöldin innihalda skrúðgöngu, ball og margt fleira. Dagskránna í heild sinni er að finna á heimasíðu Fjallabyggðar, fjallabyggd.is. Svona lítur hún út:
UMMÆLI