A! Gjörningahátíð

Ölgerðin og Egils Appelsín verða bakhjarl Einnar með öllu næstu 3 árin

Ölgerðin og Egils Appelsín verða bakhjarl Einnar með öllu næstu 3 árin

Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Vinir Akureyrar hafa skrifað undir samning þess efnis að Ölgerðin verði aðal styrktaraðili bæjarhátíðarinnar Einnar með öllu sem fram fer um verslunarmannahelgina á Akureyri hvert ár.

Vinir Akureyrar standa að hátíðinni í samvinnu við Atvinnu,- markaðs,- og menningarteymi Akureyrarbæjar. Vinir Akureyrar er félag hagsmunaaðila í verslun og þjónustu á Akureyri og í nágrenni og er stærsti hluti kostnaðar við hátíðina greiddur af fyrirtækjum í bænum, smáum og stórum, sem leggja sitt að mörkum við að búa til skemmtilega stemningu í bænum.

Alls eru það á annað hundrað fyrirtækja sem leggja Einni með öllu og Íslensku sumarleikunum lið og eru þannig beinir þátttakendur og stuðningsaðilar en aðgangur er ókeypis á alla viðburði í bænum sem eru undir hatti Einnar með öllu. Viðburðastofa Norðurlands sér um skipulagningu hátíðarhaldanna.

Ein með Öllu verslunarmannahelgin á Akureyri

Dagskrá um Verslunarmannahelgina á Akureyri hefur fest sig í sessi undanfarin ár. Dagskráin hefur farið stækkandi og orðið fjölskylduvænni með árunum. Um Verslunarmannahelgina verður boðið upp á þéttskipaða dagskrá af stærri og smærri viðburðum.

Samráð og samstarf verður milli Einnar með öllu og ofangreindra framkvæmdaraðila í skipulagningunni.

Annað sem í boði verður:

  • Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju
  • Hæfileikakeppni unga fólksins
  • Markaðsstemmning á Ráðhústorgi alla helgina
  • Skógardagurinn í Kjarnaskógi.
  • Mömmur og möffins í Lystigarðinum.
  • Rafhjólamót Rafhjólaklúbbs Akureyrar
  • Crossfit keppni.
  • Strandblakmót
  • Utanvegahlaupið Súlur Vertical sem haldið er af SV – félagasamtökum
  • Vatnaboltar og Nerf stríð.
  • Tívólí.
  • Hátíðartónleikar á Leikhúsflötinni á sunnudagskvöldi – verður stórglæsilegt skreytt frábærum tónlistatriðum.
  • Flugeldasýningu, smábátum og almennri hamingju

Enn er verið að raða saman dagskrá sem verður öll hin glæsilegasta.

VG

UMMÆLI

Sambíó