NTC

<strong>Rokk tónleikar Rok í Hofi á laugardagskvöldið</strong>

Rokk tónleikar Rok í Hofi á laugardagskvöldið

Sönghópurinn Rok heldur tónleikana ROKK í Hamraborg í Hofi næsta laugardagskvöld!

Þetta er í fyrsta sinn sem Rok heldur sína eigin tónleika og ræðst hópurinn ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur ætla að skella sér beint í rokkið. Hver er ekki til í nostalgíuna sem fylgir því að hlusta á lög með Scorpions, Heart, Queen, Led Zeppelin ásamt ýmsum öðrum í magnaðri rokksögu síðustu áratuga?

Sönghópurinn Rok var stofnaður árið 2020 af hópi fólks með reynslu úr ýmsum áttum. Meðal verkefna sem hópurinn hefur tekið þátt í er tónleikauppfærsla af Hárinu og jólatónleikunum Jólaljós og lopasokkar en báða viðburði framleiddi Rún Viðburðir. Einnig hefur hópurinn tekið þátt í jólatónleikunum Norðurljós ásamt öðrum verkefnum.

Söngvarar eru Guðný Rut Gunnlaugsdóttir, Guðrún Arngrímsdóttir, Guðrún Linda Guðmundsdóttir, Heiður Sif Heiðarsdóttir, Jóhanna Sigmarsdóttir, Jóhannes Bjarki Sigurðsson, Jóna Björg Árnadóttir, Jón Ágúst Eyjólfsson, Maja Eir Kristinsdóttir og Selma Rut Guðmundsdóttir. Stjórnandi er Jónína Björt Gunnarsdóttir en hún syngur einnig með kórnum. Hljómsveitina skipa Guðjón Jónsson, píanó, Hallgrímur Jónas Ómarsson, gítar, Stefán Gunnarsson, bassi, og Valgarður Óli Ómarsson, trommur. 

Ekki missa af þessum magnaða viðburði. Miðasala er í fullum gangi á mak.is

Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI liststjóði sem er samstarfverkefni Akureyrarbæjar, Menningarhússins Hofs og Menningarfélags Akureyrar.

Sambíó

UMMÆLI