NTC

Netárás gerð á Dalvíkurbyggð

Netárás gerð á Dalvíkurbyggð

Að morgni sunnudags 14. maí kom í ljós að gerð hafði verið netárás á tölvukerfi Dalvíkurbyggðar. Þetta kemur fram á vef Dalvíkurbyggðar. 

Þar segir að atvikið hafi verið tilkynnt til netöryggissveitarinnar CERT-IS og einnig hafi verið haft samband við netöryggisfyrirtæki sem tók að sér neyðaratvikastjórnun. 

„Kerfi hafa nú verið tryggð gegn frekari árásum og endurreisn stendur yfir, samhliða rannsókn á uppruna árásarinnar. Endurreisn felur í sér herðingu á vörnum, þar á meðal lykilorðabreytingar, auknar auðkenningarkröfur og takmörkun á aðgengi að tilteknum þjónustum. Búast má við minniháttar óþægindum fyrir notendur af þessum orsökum. Dalvíkurbyggð leggur áherslu á að ekkert bendir til að árásaraðilinn hafi komist yfir gögn í kerfum. Séu taldar vísbendingar um slíkt verða hagsmunaaðilar og Persónuvernd upplýst,“ segir í tilkynningu Dalvíkurbyggðar.

VG

UMMÆLI