Anna Kolbrún Árnadóttir, fyrrum alþingismaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmis, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri í gærmorgun, 53 ára að aldri. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, greindi frá andláti hennar við upphaf þingfundar í dag.
Önnu Kolbrúnar verður minnst við upphaf þingfundar næstkomandi mánudag. Hún sat á þingi fyrir Miðflokkinn kjörtímabilið 2017–2021 en var varaþingmaður flokksins á þessu kjörtímabili og tók síðast sæti á þingi í mars.
Anna Kolbrún lætur eftir sig eiginmann, Jón Braga Gunnarsson, eina uppkomna dóttur og þrjú stjúpbörn.
UMMÆLI