NTC

Anna María Alfreðsdóttir með silfurverðlaun á Evrópubikarmóti ungmenna

Anna María Alfreðsdóttir með silfurverðlaun á Evrópubikarmóti ungmenna

Anna María Alfreðsdóttir endaði í 2 sæti í liðakeppni og 7 sæti í einstaklings keppni á Evrópubikarmóti ungmenna sem haldið var í Catez Slóveníu í síðustu viku.

Í einstaklingskeppni stóð Anna sig frábærlega. Hún vann öruggann sigur í 16 manna úrslitum gegn Slóvakískum keppanda 136-129 en var svo slegin út í 8 manna úrslitum af silfur verðlaunahafa mótsins frá Ítalíu 143-137 og endaði því í 7 sæti í einstaklingskeppni U21 á Evrópubikarmótinu.

Verðlaun í liðakeppni á Evrópubikarmótinu voru afhent byggt á niðurstöðum úr undankeppni (semsagt engin formleg útsláttarkeppni). Þar var Íslenska liðið í 2 sæti og hreppti því Anna ásamt liðsfélögum sínum Þórdísi Unnur Bjarkadóttir og Freyju Dís Benediktsdóttir silfurverðlaunin á mótinu.

Anna verður áfram út í Slóveníu eftir Evrópubikarmótið til þess að keppa á Veronicas Cup World Ranking Event (fullorðins mót) þar sem hún vann gull í liðakeppni og brons í einstaklingskeppni árið 2022. Anna er þaulreyndur keppandi og meðal annars áætluð til þátttöku á HM ungmenna, HM, NM ungmenna, Evrópubikarmóti ungmenna móti 2 í Sviss, Heimsbikarmóti í París og fleirum.

Nánari umfjöllun um mótið má finna á Archery.is

VG

UMMÆLI

Sambíó