Framsókn

Tunglskotin heim í hérað – vinnustofa um nýsköpun í dreifðum byggðum

Tunglskotin heim í hérað – vinnustofa um nýsköpun í dreifðum byggðum

Dagana 23. – 24. maí verður haldin vinnustofa að Laugum í Sælingsdal, í tengslum við verkefni sem snýst um að „efla vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum“.  Yfirskriftin er „Tunglskotin heim í hérað II“, sem vísar til vinnustofu með sama nafni, sem haldin var við upphaf verkefnisins, árið 2021. 

Fyrir tveimur árum hófst verkefnið, sem snýst um að skynja, skilja og skilgreina vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum.

Að því hafa komið frumkvöðlar, fræðafólk og stuðningsumhverfi nýsköpunar úr ýmsum áttum, í gegnum fundi, vinnustofur, rannsóknir og viðtöl. Samtals um 100 manns að einhverju leyti.

Verkefnið hófst með vinnustofu sem haldin var í Frystiklefanum í Rifi 2021 og nú er komið að síðasta kafla verkefnisins, sem verður, ef vel tekst til, upphafið að nýjum leiðum til að styðja vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum.

Öllum þeim sem láta sig nýsköpun í íslenskum landsbyggðum varða og eru tilbúin að ljá þeim krafta sína í tvo daga, er boðið að taka þátt í tveggja daga vinnustofu, 23. – 24. maí næstkomandi, að Laugum í Sælingsdal.

Á vinnustofunni þróa þátttakendur saman hugmyndir í átt að raunhæfum verkefnum, sem ætlað er að styðja við nýsköpunarvistkerfið. Afrakstur þessarar þróunarvinnu verður svo gjöf til íslensks nýsköpunarumhverfis sem öllum verður frjálst að hagnýta.

Vinnustofan er liður í verkefninu Að rækta vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum sem stutt er af Markáætlun um samfélagslegar áskoranir.

Að verkefninu standa: Austan mána, Hacking Hekla, ILDI og Háskólasetur Vestfjarða. Verkefnisstjóri er Arnar Sigurðsson, hjá Austan mána.

Viðburðurinn er hluti af Nýsköpunarvikunni 2023.

Hægt er að skrá þátttöku á https://fieri.missions.dev/en/

Sambíó

UMMÆLI