A! Gjörningahátíð

Góð þátttaka í 1. maí hátíðarhöldum á Akureyri

Góð þátttaka í 1. maí hátíðarhöldum á Akureyri

Fjölmenni safnaðist saman  á Akureyri í dag til að taka þátt í kröfugöngu sem stéttarfélögin á Akureyri stóðu fyrir í tilefni af 1. maí, alþjóðlegum baráttudegi verkafólks.

Gengið var frá Alþýðuhúsinu, við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar, gegnum miðbæinn að Ráðhústorgi og svo niður í Menningarhúsið HOF, þar sem fram fór hátíðardagskrá í tilefni dagsins.

Kristín Konráðsdóttir, félagi í Sameyki, flutti ávarp 1. maí nefndar stéttarfélaganna við Eyjafjörð og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, flutti hátíðarræðu dagsins. Auk þess var boðið upp á skemmtiatriði. Bryndís Ásmundsdóttir stýrði dagskránni og söng nokkur vel valin lög og félagar í Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri mættu á svæðið og tók tvö skemmtileg dans og söngatriði úr söngleiknum Footloose sem þau settu nýlega á svið. Að dagskrá lokinni var boðið upp á glæsilegt kaffihlaðaborð í Menningarhúsinu HOFI. 

Á vef Einingar-Iðju má finna ítarlegri umfjöllun um daginn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó